skip to main |
skip to sidebar
Arent var orðinn vel þreyttur eftir að hafa verið á bæjarrölti i 6 tíma. Enda tók hann sér smá lúr í sófanum á Domo stuttu seinna.
Loksins er eitthvað vit í því að vera úti.
Nýjustu myndirnar fóru upp í dag og er safnid að sprengja allt utan af sér.
Grímuball var haldið á hreddanum. Stórhljómsveitin Touch skemmti fram á nótt.
Tókum smá forskot á páskasæluna. Thalía fékk: það kvelur ei auga sem ei kemur í það og ég fékk eftir gott spjall við mína yndislegu fyrrverandi: sjaldan veldur einn ef tveir deila. Tilviljun?
Já það er magnað hvað þetta er gott. Kaupi mér 500 gr poka og líter af sósu samt virðist sósan alltaf klárast á undan.:-D
Já þau eru farin að sofna saman á kvöldin núna. Hafa alltaf verið svæfð í sitt hvoru lagi en undanfarnar 2 vikur hef ég haft þau saman. Gengur svona ágætlega en stundum er tjattið og pískrið ansi mikið. Í morgun vaknaði ég svo við að þau höfðu bæði skriðið uppí. Hehe :-)
Já greyið hann Arent lenti í því að skalla rennibraut frekar harkalega. Var skiljanlega mjög ósátur við það þangað til að ég sagði við hann að hann liti út eins og einn af kredíbúls (Incredibles) enda með glóðurauga á báðum.
Já eftir mikla eftirvæntingu að þá lá leiðin í bankann. Þar fengum við sparibauka. Núna kostar allt, t.d. kostar herberis þrif 5 peninga. ;-)
Haldið var upp á undirritun með veislu & ævintýralandi. Pabbinn fékk sér nýjar buxur og bol.
Eins og sönnum sunnudegi sæmir að þá var bætt í brauðsúpuna í miðbænum. Fengum að slást í för með Tobbu & Sæþór.
Þar voru teknar myndir til þess ad setja á myndavegg sem amma á.
Hjörturinn var i góðu stuði þó svo að dádýrið hafi sloppið.;-)
Snilldartónleikar með stórbandinu Hjálmum. Önnur eins spilamennska hefur ekki heyrst.B-)
Hanna að missa sig í móður hlutverkinu.
Öll fjölskyldan var mætt nema singaporefarinn sem var sárt saknað. Svo fengu Arent & Thalía að vera eftir.
Arent og Thalía fengu lúxsusdag hjá ömmu í sumarbústaðnum. Sem endaði með að pabba var boðið í mat. :-D
Sunnudagurinn endaði í afmælisveizlu hjá Viggu.
Já sunnudagarnir eru teknir semma því að skólinn er orðinn ansi vinsæll. Eftir skólann er léttur lunsh á 300 kall.
Eftir eina skírn, eina tónleika og heimsókn til langömmu að þá erum við komin í mat til ömmu og afa.
Ragnar & óskírð...litla systir. Titillinn var í boði Ragnars.
Laugardagurinn byrjaði með kaffi hjá Ragnari.
Vegna fjölmargra athugasemda um ad dóttir mín líti út eins og strákur að þá ákvað ég að gera eitthvað í málinu. Athuið að hún er með spennur í hárinu...
Ferðin i dag var nokkuð óhefðbundin þar sem leiðin lá ekki í hreddann. Heldur var samþykkt að fara á hraunsnef og ekki var það pizza heldur hamborgari. En engu að síður fimtudagspizza.
Prinsessan var að leira þegar pabbi kom að sækja. Greinilega sátt við að vera komin aftur á leikskólann.
Þá eru allir orðnir frískir og komnir á leikskólann.
Varð nú að taka eina af mér svo að þetta séu ekki bara barna myndir.
Á meðan liðið svaf bjó pabbinn til nýbakað brauð ásamt þessa forlátu spínat\túnfiska böku. Kallinn kann þetta.
Þannig að úr varð að við fórum bara sjálf í búninga og máluðum okkur. Arent indjáni.
Prinsessan er búin ad vera fárveik. Búin að kasta upp öllu því sem svona litill magi getur haldið og meira til. Ótrúlegt hvað hún er samt búin að vera dugleg.
Svona uppúr þurru að þá var frí í leikskólanum. Sem kom ekki að sök þar sem ég var hvort sem er heima. Hérna er Arent að fara með Breka í göngutúr.
Að beiðni mömmunar fengu sjúklingarnir ís. Enda ekkert betra en ís þegar maður er með gubbuna... Já eða bara hvenær sem er.
Já safnið er orðið stórt af ómetanlegum verkum hins virta listamanns.:-D
Smá veikinda tjatt vid mömmu..:-S Sem er í Singapore
Eftir að Arent var búinn að liggja alla helgina var komið að prinsessunni.
Med 2 sverd
Snillingurinn