Sunday, April 29, 2007

LA FLÚÐACOBANA




Já þvílík sæla allt í einu er sumarið mætt eða að minnsta kosti fyrir austan fjall. Já eftir að hafa þrælað pabba gamla í gegnum 70 fm. parketlögn var komið að skuldadögum. Á föstudagskvöldi var brunað í bústaðinn hjá settinu. Helgi bróðir var driver og yfir heiðina var meðalhraðinn ca. 50 km. enda var þokan það þykk að það hefði mátt fara út og skera bita af henni til að taka með. Þegar við mættum á staðinn var mamma búin að láta leka í pottinn. Sérlega vel til fundið þar sem ég hafði farið í ræktina fyrr um daginn og var reyndar líka að taka út þjáninguna frá BOOT CAMP deginum áður. Var vakinn við að mamma var að færa öll möguleg og ómöguleg húsgögn út á pall enda átti morgunmaturinn að vera úti í fyrsta sinn í ár.. Svo var tekið til við að smíða. Við nýttum sólina og vorum út fram á kvöld. Enda er þessi mynd tekinn áður en kallinn breyttist í KARFA....haha..

Nei ss. bara góð helgi

Thursday, April 26, 2007

GLITNIR

JÚJÚ...
Hér er kallinn "inn aktjón" á sínum stað fyrir aftan deskið. Kann bara nokkuð vel við mig í þessu djobbi. Er ennþá með þennan samskipta þátt við kúnnan, rólegt og yfirvegað. Kanski skrýtið fyrir ykkur sem þekkið mig að ímynda ykkur mig í svona djobbi en þetta er helviti sweet. Er bara í mestu vandræðum með hvað ég á að gera við allan þennan frítíma sem ég er í. Dreif mig reyndar á fætur kl. 07 í morgun og skellti mér í prufu tíma í BOOT CAMP. Það var nú meiri keyrslan enda eru hasperrurnar að læðast aftan að manni núna. Ætli morgun dagurinn verði ekki þannig að maður þurfi aðstoð við að fara á dolluna eða labbi um eins mörgæs. En þetta var gaman, skemmtilegur vínkill að vera líka að æfa með hópi, ýtir manni aðeins áfram því ekki vill maður vera síðasti gaurinn í öllu. Svo má maður ekki líta út eins og einhver LOOSER fyrir framan gellurnar sem leika sér að því að gera 100 dauðabeygjur. Eftir útþrælkunina var ennþá ljúfari að tylla sér á parís og kíkja í gegnum blöðin yfir einum latte...

Já, life is good.... Jæja ætla að skríða uppí. Kynningardagur fyrir nýja starfsmenn á morgun byrjar kl 08:30 og stendur fram eftir degi endar á einhverju fylleríi. :-)

Monday, April 23, 2007

HINN MIKLI BANKAMAÐUR....

Já nú er það orðið offisíellt að kallinn er orðinn að fégráðugri bankarottu.. Fyrsti dagurinn í nýju vinnunni var í dag. Dagurinn var frekar rólegur eins og gefur að skilja þar sem að ég hef nú aldrei komið nálægt bankanum nema þá sem kúnni. Gat ekki mikið gert í dag annað en að reyna að setja mig inn í hlutina eins vel og ég gat. Spurning um að henda sér bara út í þetta á morgun og reyna bara að redda sér með því að spyrja allt og alla. Held að það gangi ekki öðruvísi. Með nýja djobbinu bætist maður í hóp ágætra manna og kvenna eins og Hjörtinn, Finna, Snorra & Ernu, Hansa, Runa, Sigrúnu Hjartar, Ásdísi kjartans & fleiri sem ég ekki man akkurat núna sem nú þegar eru fullgildar bankarottur. Ætli næsta stopp verði ekki að maður verði fastagestur á Olíver...hahahah

Bankarottan kveður í bili..

Sunday, April 22, 2007

Esjutoppur


Nú sitjum vid á toppnum 3, ég, Finnur & Hansi. Fyrsta æfing fyrir hnúkinn tók okkur ca 80 mín. að fara upp. Stefnan er að geta komist upp á innan við klst. Ég held að það ætti að geta gerst eftir nokkur skipti.

Wednesday, April 18, 2007

NÝTT OG FERSKT....

Já þvílík endalaus lukka.... Hér á þessu nýja bloggi er bæði hægt að leika sér með liti og fonta.

En nóg um það er ekki tilgangur bloggs að skýra frá leyndardómum lífsins og skýra frá tilurð heimsins hjá hverjum og einum. Heimurinn hjá mér um þessar mundir er íbúðin mín sem ég er búinn að vera vinna í síðustu daga. Eftir vinnu í Borgarnesi er brunað á hverjum degi til að vinna í íbúðinni enda verður hún að vera klár á föstudag. Afhverju verður hún að vera klár þá, jú ég er víst búinn að leigja hana út í 7 vikur eða til 10 júní. Leigan: parket á alla íbúðina. Já ótrúleg heppni, datt niður á fjölskyldu sem var búin að selja ofan af sér húsið og vantaði tímabunda leigu. Þar sem ég var að láta mig dreyma um að setja parket á íbúðina, sló ég til þegar hann bauðst til þess að kaupa parket á hana alla.

Nú eru væntanlega Ragnar, Arent & Thalía á leið út á kef til að taka á móti henni Brynhildi. Ég get séð fyrir mér að nokkur tár eiga eftir að renna niður vangan á minni fyrrverandi þegar þau koma stormandi í fangið á henni enda ekki á hverjum degi sem 3ja barna móðir sem er venjulega með þau á hverjum degi skellir sér í rúmma 3 mánuði til Singapore.. En lífið er til þess að njóta þess og veit ég að hún kemur sterkari manneskja tilbaka...

Eins og einn snillingurinn sagði lífið er einn dagur í senn við fæðumst á morgni hvers dags og deyjum inn í nóttina á hverju kvöldi...

Tuesday, April 17, 2007

Björk & Hot Chip


Anna í páskum skellti ég mér á snilldar tónleika. Gæsahúð og sviti er það sem maður minnist mest.

Sunday, April 8, 2007

After


Já eftir 3 fullar ferðir á haugana er veggurinn farinn. Eins og sést að þá er þetta töluvert skárra. En er töluverð vinna eftir, með hjálp góðra að þá ætti þetta að takast :-D.

1/2 Kíló af súkkulaði


Já eftir góðan skammt af súkkulaði að þá var ástandið orðið svona.

Páskarnir


Já tími súkkulaðis og sykursjokks er kominn. Hér eru 2 væntanlegir sjúklingar búnir að leita uppi skammtinn sinn.

Thursday, April 5, 2007

Að gera ekki neitt.


Er að nota þau tækifæri sem mer gefst í að gera ekkert. Þarf svolitla æfingu en þetta er allt að koma :-D.

Before


Varð að henda inn einni mynd af veggnum sem á að hverfa. Þetta verður mögnuð breyting enda ekki á hverjum degi sem maður fær heila íbúð til þess að leika sér með.:-D

Tuesday, April 3, 2007

Tjörvaland


Á leið okkar upp á skaga til að ná í verkfærin mín. Stoppuðum við á skikanum sem Tjörvi var að kaupa sér. Gamlar skotgrafir eru þarna og er skrifað framan á einum "HEIL HITLER".

Sunday, April 1, 2007

Casa johnny #2


Afgangurinn af stofunni ásamt inngangi að herberginu mínu. Lengst til hægri er svo forstofan sem er við hliðina á eldhúsinu. Hringurinn lokast.B-)

Casa johnny #1


Arent stendur i hurðinni inn í eldhús. Arent hallar sér upp ad veggnum á ganginum inn að herberginu þeirra og wc. Arent situr á gólfinu í stofunni.

Snuðið kvatt.


Formleg athöfn fór fram í dag kl. 13. Viðstaddir voru: faðir og bróðir ekkjunnar. Þetta var falleg og látlaus athöfn. Sögð voru nokkur falleg orð en við vitum öll að lífið verður ei thad sama.:-D