Já þvílík endalaus lukka.... Hér á þessu nýja bloggi er bæði hægt að leika sér með liti og fonta.
En nóg um það er ekki tilgangur bloggs að skýra frá leyndardómum lífsins og skýra frá tilurð heimsins hjá hverjum og einum. Heimurinn hjá mér um þessar mundir er íbúðin mín sem ég er búinn að vera vinna í síðustu daga. Eftir vinnu í Borgarnesi er brunað á hverjum degi til að vinna í íbúðinni enda verður hún að vera klár á föstudag. Afhverju verður hún að vera klár þá, jú ég er víst búinn að leigja hana út í 7 vikur eða til 10 júní. Leigan: parket á alla íbúðina. Já ótrúleg heppni, datt niður á fjölskyldu sem var búin að selja ofan af sér húsið og vantaði tímabunda leigu. Þar sem ég var að láta mig dreyma um að setja parket á íbúðina, sló ég til þegar hann bauðst til þess að kaupa parket á hana alla.
Nú eru væntanlega Ragnar, Arent & Thalía á leið út á kef til að taka á móti henni Brynhildi. Ég get séð fyrir mér að nokkur tár eiga eftir að renna niður vangan á minni fyrrverandi þegar þau koma stormandi í fangið á henni enda ekki á hverjum degi sem 3ja barna móðir sem er venjulega með þau á hverjum degi skellir sér í rúmma 3 mánuði til Singapore.. En lífið er til þess að njóta þess og veit ég að hún kemur sterkari manneskja tilbaka...
Eins og einn snillingurinn sagði lífið er einn dagur í senn við fæðumst á morgni hvers dags og deyjum inn í nóttina á hverju kvöldi...
Wednesday, April 18, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment