
Já þvílík sæla allt í einu er sumarið mætt eða að minnsta kosti fyrir austan fjall. Já eftir að hafa þrælað pabba gamla í gegnum 70 fm. parketlögn var komið að skuldadögum. Á föstudagskvöldi var brunað í bústaðinn hjá settinu. Helgi bróðir var driver og yfir heiðina var meðalhraðinn ca. 50 km. enda var þokan það þykk að það hefði mátt fara út og skera bita af henni til að taka með. Þegar við mættum á staðinn var mamma búin að láta leka í pottinn. Sérlega vel til fundið þar sem ég hafði farið í ræktina fyrr um daginn og var reyndar líka að taka út þjáninguna frá BOOT CAMP deginum áður. Var vakinn við að mamma var að færa öll möguleg og ómöguleg húsgögn út á pall enda átti morgunmaturinn að vera úti í fyrsta sinn í ár.. Svo var tekið til við að smíða. Við nýttum sólina og vorum út fram á kvöld. Enda er þessi mynd tekinn áður en kallinn breyttist í KARFA....haha..
Nei ss. bara góð helgi
1 comment:
Boot Campið farið að skila sér ?? Bara kroppasýning fyrir allan peninginn ;-) Það er bara hraustleikamerki að vera smá rauður híhíhí.
Post a Comment