Thursday, April 26, 2007

GLITNIR

JÚJÚ...
Hér er kallinn "inn aktjón" á sínum stað fyrir aftan deskið. Kann bara nokkuð vel við mig í þessu djobbi. Er ennþá með þennan samskipta þátt við kúnnan, rólegt og yfirvegað. Kanski skrýtið fyrir ykkur sem þekkið mig að ímynda ykkur mig í svona djobbi en þetta er helviti sweet. Er bara í mestu vandræðum með hvað ég á að gera við allan þennan frítíma sem ég er í. Dreif mig reyndar á fætur kl. 07 í morgun og skellti mér í prufu tíma í BOOT CAMP. Það var nú meiri keyrslan enda eru hasperrurnar að læðast aftan að manni núna. Ætli morgun dagurinn verði ekki þannig að maður þurfi aðstoð við að fara á dolluna eða labbi um eins mörgæs. En þetta var gaman, skemmtilegur vínkill að vera líka að æfa með hópi, ýtir manni aðeins áfram því ekki vill maður vera síðasti gaurinn í öllu. Svo má maður ekki líta út eins og einhver LOOSER fyrir framan gellurnar sem leika sér að því að gera 100 dauðabeygjur. Eftir útþrælkunina var ennþá ljúfari að tylla sér á parís og kíkja í gegnum blöðin yfir einum latte...

Já, life is good.... Jæja ætla að skríða uppí. Kynningardagur fyrir nýja starfsmenn á morgun byrjar kl 08:30 og stendur fram eftir degi endar á einhverju fylleríi. :-)

No comments: